Monday, December 12, 2011

Upplestur á Bókasafninu





Klukkan 17:15 í dag hófst upplestur 7. bekkinga Seyðisfjarðarskóla á Bókasafninu. Foreldrar og syskini mættu til að hlýða á sín börn/systkini og flest sæti því skipuð. Ég var búin að raða upp borðum og stólum, hita kaffi og kaupa piparkökur sem runnu út. Auk þess sem ég var búin að setja upp kertaljós og fleira jólaskraut til að lífga uppá umhverfið.
Þetta hefur verið árlegur viðburður í mörg ár og yfirleitt standa krakkarnir sig ágætlega og eru greinilega vel læs flestöll. Það er því eiginlega alveg synd hve flest þeirra virðast lítið fyrir að lesa allar þær góðu unglingabækur sem í boði eru. Ég hef talsvert velt fyrir mér hvaða ráð gæti dugað til að hvetja þau til meiri lesturs, en ekki ennþá dottið niður á neina einfalda lausn - því miður !

No comments: