Monday, February 06, 2012

Þorrablót Seyðfirðinga 2012



Hið árlega Þorrablót Seyðfirðinga hófst í byrjun Þorra, 21. janúar s.l.
Það var myndarlegt og hressilegt eins og venjulega. Sigga Fridda var formaður og hafði margt hæfileikaríkt fólk með sér eins og alltaf er á hverju ári.
Magni Ásgeirs, Tommi Tomm og félagar skemmtu gestum fram eftir nóttu.
Það sem var e.t.v. óvenjulegt við þetta blót var, að engin svið voru í boði eins og alltaf hefur verið, heldur var nóg af sviðasultu sem mér fannst miklu snyrtilegra að borða, þó segja megi að það tilheyri að borða sviðakjamma við svona tækifæri. En málið er, að flestir þorragestir vilja neðri hluta kjammans og fáir borða þann eftri, svo að mikill afgangur hefur orðið s.l. ár, sem er auðvitað ekki nógu gott.
Við sátum við borð með Binnu, Magga, Stefaníu, Örnu og fleirum og dönsuðum okkur sveitt og þreytt og ákváðum þegar klukkan var langt gengin í 3 að koma okkur heim í háttinn.
Siggi Birkir var þá farinn heim, en hann lenti í smá "ævintýri", því hann læstist inni á WC og sækja varð viðgerðarmann með græjur til að opna.

No comments: