Tuesday, July 31, 2012

Mærudagar 2012



Hinir árlegu Mærudagar voru að vanda síðustu helgina í Júlí og sá í efra svíkur okkur ekki frekar en fyrr, því sól og blíða var alla dagana, svo helgin varð eins ánægjuleg og kostur var.
Margt var til skemmtunar gert og allir hljóta að hafa fundið eitthvað við sitt hæfi. Við fórum að vísu minna en oft áður vegna annríkis við aðra hluti, en við kíktum á vélhjólagengið og fórum í bæjargönguna, fórum rúnt um bæinn að taka myndir af skreytingum sem eru víða skemmtilegar og fallegar. Við fórum í árlegu garðveisluna hjá Adda og Stellu, en þetta er í síðasta sinn sem hún verður hjá þeim, því þau eru að flytja til Akureyrar.
Við kíktum á málverkasýninguna hjá Vidda Breiðfjörð og í Helguskúr eins og alltaf. Skoðuðum markaðinn og  allt hafnarsvæðið. Fengum okkur að borða hér og þar og svo mætti lengi telja, en ég læt þetta nægja að sinni.

No comments: