Tuesday, July 31, 2012

Mundi frændi kvaddur !

Minn kæri frændi Guðmundur Theodórsson, eða Mundi eins og við kölluðum hann alltaf, lést hinn 22. júlí eftir löng og erfið veikindi. Mundi var einstaklega þolinmóður og góður við okkur systkinabörnin sín. Hann hafði alltaf tíma til að sinna okkur, kenna okkur og leiðbeina og gerði það á einstakan hátt, svo við lærðum sem mest af því. Hann var mikill og góður bóndi, hestamaður, íþróttamaður, söngmaður og hafði gaman af að dansa gömlu dansana. Hann var líka einstök skytta og veiddi jafnt refi, minka og fugla til matar, auk þess að veiða silung alla æfi í Hafursstaðavatni og víðar.
Ég á ótal margar minningar um hann og okkar góðu samverustundir sem eru mér ómetanlegar og verða aldrei þakkaðar sem skyldi.
Við kvöddum hann hinstu kveðju við útför hans í gær, 30. júlí frá Skinnastaðakirkju í Öxarfirði.
Blessuð sé minning þín kæri frændi !

No comments: