Sunday, August 31, 2014

Að sigla með Norrænu !

Við vorum óskaplega heppin með veður á siglingunni frá Íslandi til Færeyja, þrátt fyrir þoku alla leiðina og áfram til Danmerkur í blíðu. En á bakaleiðinni frá Hirtshals til Þórshafnar var leiðindaveður, svo ferjan hjó illa í sjóinn og fáir voru á ferli um borð. Við nutum þess að vissu marki, þar sem við vorum ekki sjóveik og höfðum nóg pláss hvar sem við kusum að sitja um borð. Við hittum og spjölluðum við ýmsa, bæði Íslendinga og útlendinga og reyndum að njóta þess að slappa af á þessari löngu siglingu. Mér tókst t.d.að lesa 2 bækur á hvorri leið og alls 5 bækur á þessum hálfa mánuði, sem er óvenju gott miðað við það sem ég les að jafnaði hér heima. En síðasta siglingin frá Færeyjum og heim var nokkuð góð og Seyðisfjörður tók á móti okkur með sól og blíðu og fullri höfn af ferðafólki sem beið ferjunnar :)




No comments: