Sunday, August 31, 2014

Danmörk kvödd !

Við ókum sem leið lá frá Ribe, framhjá Esbjerg sem við hefðum viljað heimsækja, en tíminn leyfði það ekki. Áfram til Jesperhus blomsterpark og til Hanstholm og loks norður til Hirtshals, þar sem við eyddum restinni af deginum og síðustu nóttinni áður en við tókum Norrænu aftur heim til Seyðisfjarðar. Við vorum með nokkurra ára gamalt leiðsögutæki í bílnum sem tilkynnti okkur alltaf í tíma þegar við kæmum að hringtorgi og hvar við ættum að beygja út úr þeim. Þessi "Roundabout" hljómuðu öðruvísi í eyrum Rúnars en okkar Sigga eyrum og kostaði það mörg bros og heilmikilar rökræður, En dönsku hringtorgin eru eins mismunandi og þau eru mörg og gaman að sjá hve ólík þau eru. Einnig eru þjóðvegirnir vel faldir inn á milli trjáveggja eða akra, þar sem lítið sést nema vindmyllur sem ég reyndar kann vel við að sjá í þessu flatneskjulega landslagi, þær snúast alltaf rólega og hávaðalaust og safna hreinni orku sem er ómetanlegt.Margt fleira væri hægt að telja upp en ég læt þetta nægja að sinni.




No comments: