Tuesday, July 22, 2025

Fjöldi skemmtiferðaskipa og ferðamanna er ótrúlega mikill !

 Það liggur við að stór skemmtiferðaskip séu hér í höfn daglega og oft 2 í einu og jafnvel 3 af og til. Það þýðir að bærinn er meira og minna fullur af ferðafólki alla daga og nóg að gera hjá veitingastöðum og fleirum sem þjónusta gestina meira og minna.




Smásíld vaðandi um allan fjörð, líka inni í smábátahöfninni !

 Undanfarið hefur verið mikið æti fyrir fugla hér í firðinum og fjöldi þeirra hér inn við bæ verið mikill. Einn daginn var smábátahöfnin full af smásíld og bæði fuglar og fólk kepptist við að háfa þessi kríli. Við fórum og Rúnar veiddi nokkrar sem við djúpsteiktum og reyndust þær góðar og líkar loðnu !




Merktar gæsir !

 Tvær gæsir voru merktar hér á golfvellinum með rauðum borðum um háls þeirra og á eina var settur sendir. Við höfum séð og myndað þessar 2 með rauðu hálsana, en þá þriðju höfum við ekki séð enn.