BLÓÐTAPPINN - Nú er spurning hvort blóðtappinn sem ég fékk 28. ágúst hafi áhrif á skráninguna hér, sem er eins og minning um liðna tíð í stað dagbókar, sem ég reyndar skrifa ennþá, bara ekki hér á netið. Það voru engar myndir teknar af mér þegar ég lenti á spítalann á Norðfirði í tæpa viku, því Rúnar áttaði sig á að ég hefði ruglast þegar ég gekk á vegg á leið á WC. Hef síðan reynt að rifja upp nöfn og ártöl sem hurfu úr kolli mínum og sjónin brenglaðist, en samt get ég lesið og skrifað sem betur fer.
No comments:
Post a Comment