Tuesday, September 23, 2008

Selur gerir sig heimakominn



Það er varla í frásögur færandi en Rúnar fór niður að smábátahöfn í kvöld í eftirlitsferð, því allur er varinn góður að fylgjast með nöfnu minni sem þar heldur til. Þá sá hann selinn á meðfylgjandi myndum, en hann var búinn að hertaka þar hálfsokkinn bát og hreyfði sig ekki þaðan, þó við kæmum mjög nærri honum með myndavélar og tækjum margar myndir með flassi. Hann leit vel út og virtist hinn rólegasti, sem er óvenjulegt þegar selir eiga í hlut, því oftar en ekki forða þeir sér ef maður nálgast þá....

1 comment:

Anonymous said...

Ég var að skoða eldri færslur og myndir. Umm langar sko í bláber og nýjar kartöflur. Fallegur litli ömmu og afa kútur. Selurinn er ekkert hræddur, það segirðu satt, er hann farinn ? kær kveðja austur.