Thursday, December 25, 2008

Aðfangadagur í Keflavík




Veðrið var ekki jólalegt á landinu þetta aðfangadagskvöld, en það gerði lítið til því við nutum samvita við afkomendurna og góðra veitinga að venju þetta yndæla kvöld. Tvær gæsir voru aðalréttur kvöldins, önnur var lítil heiðagæs, en hin var stór grágæs, sitt með hvorri fyllingunni, svo tilbreyting væri sem mest.
Eftirrétturinn var hefðbundinn, ananasfromage eins og verið hefur undanfarin 20 ár eða meira og er það jafn sjálfsagður jólaeftirréttur eins og laufabrauðið er ómissandi meðlæti með hangikjötinu á jóladag. Mynd af desertinum fylgir með hér neðar...
Yngsti fjölskyldumeðlimurinn hann Adam hafði ekki mikla matarlyst, enda áhuginn á gjöfunum meiri en á matnum og kvöldið fór meira og minna í hopp og leik og gleði í kringum gjafirnar sem að lokum þreyttu hann svo mikið að hann lak útaf og steinsvaf ofan á stærstu gjöfinni eins og sjá má og rumskaði ekki þó við tækjum myndir af honum við þessar aðstæður...

1 comment:

Anonymous said...

Hæ skvís. Gaman að sjá myndir af fjölskyldunni þinni. Hér var líka mikið borðað og allir ánægðir. Það er svo gott að vera með fólkinu sínu. Hafið það sem allra best og við heyrumst. kær kveðja