Sunday, December 14, 2008

Aðventukvöld sáló



Fimmtudagskvöldið 11. desember var opið hús (Aðventukvöld) hjá Sálarrannsóknarfélagi Seyðisfjarðar í húsnæði félagsins að Öldugötu 11, efri hæð. Eins og verið hefur, þá sátu félagsmenn og spjölluðu létt yfir kaffisopa, jólakökum og konfekti við undirleik notalegrar jólatónlistar og skemmtu sér með spil og rúnir. Eitthvað var líka kíkt í bolla eins og venjan er þegar nokkrir félagar eru samankomnir.
Stjórnin taldi að fjárhagur félagsins leyfði ekki kostnað við að fá skemmtikraft langt að, en ætlar samt að skoða það dæmi að ári.
Það er gott að geta látið sér nægja lítið, þegar þannig árar.
Meðfylgjandi myndir sýna nokkra af viðstöddum félögum og velunnurum...

No comments: