Wednesday, December 17, 2008

Aðventumessa og tónleikar



Það er fastur liður að kirkjukór Seyðisfjarðarkirkju syngur við Aðventumessu í desember ár hvert. Þá eru venjulega sungnir aðrir sálmar en við hefðbundnar messur og ekki endilega hefðbundnir jólasálmar, heldur eitthvað létt á jólalegum nótum.
Að þessu sinni var annríkið á þessum tíma meira en oft áður, m.a. vegna nýafstaðinna tónleika sem haldnir voru í tilefni af 100 ára ártíð Steins Stefánssonar sem var hér organisti og kórstjóri um áratuga skeið, en hann var einnig góður lagasmiður og kórinn æfði því nokkur laga hans sem hann flutti síðan á býsna fjölmennum tónleikum í Seyðisfjarðarkirkju í nóv. sl.
Kórfélagar völdu því fyrir aðventumessuna nokkur létt og jólaleg lög sem áður höfðu verið sungin við ýmis tækifæri og sungu þau við aðventumessuna núna í desember. Við það tækifæri tók Rúnar myndir af kórnum framan við pípuorgelið góða. En hin myndin sem fylgir var tekin skömmu fyrir tónleika Steins Stefánssonar, en tvö barna Steins (Kristín og Ingólfur) mættu á tónleikana kórfélögum og sýnilega þeim sjálfum til mestu ánægju...

1 comment:

Anonymous said...

Takk fyrir þetta Solla mín. Kær kveðja