Saturday, May 12, 2012

Enn ein norðurferðin :)

Helgina 20.-22. apríl vorum við Rúnar fyrir norðan í enn einni heimsókninni hjá mömmu. Henni fer stöðugt aftur, því miður, en svona er þessi sjúkdómur, það er engin miskunn og eins gott að við höfum fyrri reynslu af slíku, það auðveldar málið. En það eru alltaf næg verkefni fyrir norðan, ég gat ekki sætt mig við ljóta göngustíginn sem illa var gengið frá við lóðina okkar, ég réðst á hann og hreinsaði ljótu þökurnar sem hafði verið hrúgað meðfram þeim, reyndi að laga kantinn öðrum megin, en fjarlægði allt sem var nær húsinu, nóg er samt eftir af ljótleikanum. Það er svo spurning hvort ég fæ skammir fyrir þetta, en vonandi ekki. Rúnar fékk nokkra nýja rauðmaga í matinn, sem við skiptum á milli okkar og Sigrúnar vinkonu, en hún kom líka í kjúklingasúpu til okkar og sat með okkur að horfa á lokaþáttinn í Útsvari, enda okkar lið eystra að keppa :) Síðast en ekki síst skrapp ég í heimsókn til Þórnýjar Björns til að skoða gamlar myndir og fékk að taka afrit af nokkrum þeirra sem við settum svo á Facebook til gamans fyrir Húsvíkinga.... Veðrið var eins og best er á kosið á þessum árstíma og auður vegur alla leiðina austur og mikið um hreindýr og gæsir á ferðinni eystra...

No comments: