Saturday, May 12, 2012

Páskar og fermingar

Ég hef verið mjög löt við að skrifa fréttir hér inn í margar vikur og man ekki lengur allt sem gerst hefur, en um páskana, sem voru rólegir hjá okkur, voru fermingar, bæði hér á Seyðisfirði og á Norðfirði og víðar. Gróa og Níels voru að ferma Hjálmar Aron og við drifum okkur í veisluna eftir að ég var búin að syngja með kórnum í fermingarmessunni hér heima. Þá var ég búin að útbúa fermingarkort handa öllum börnunum og ganga frá þeim, en það geri ég árlega. Mér finnst alltaf persónulegra að gera kortin sjálf, þó einstaka sinnum hafi ég ekki haft tíma til þess og kaupi þá kort í það skiptið... Hér á bæ var borðuð páskagæs sem smakkaðist mjög vel og sá Rúnar um að svíða hana, en ég um eldamennskuna. Eins og venjulega er hefðbundinn ananasfromage eftirréttur sem við kunnum öll að meta og síðast en ekki síst þá setti ég á 2 tertur yfir hátíðisdagana og óhætt að segja að allir hafi verið saddir eftir þessa frídaga :)

No comments: