Wednesday, August 24, 2011

Grillhátíðin 2011






Okkar árlegu bæjar-grillhátíð var frestað um viku vegna leiðinda veðurs um þar síðustu helgi, en svo birti til og föstudaginn 19. ágúst tóku bæjarbúar höndum saman um að gera daginn sem bestan, skreyttu hús sín að vanda og hvert hverfi sá um að skreyta sitt grillsvæði. Síðan var gengið í skrúðgöngu á skemmtisvæðið á grunni skólans sem enn hefur ekki verið byggður, þó áratugir séu síðan byrjað var á honum.
Þar kepptu liðin í dansi og söng og var það bleika hverfið sem sigraði að þessu sinni.
Gunna Sigga Kristjánsd. fékk viðurkenningu fyrir fallegan og vel hirtan garð.
Síðan var kveikt upp í varðeldinum sem var fljótur að brenna að þessu sinni, enda óvenju lítill efniviður til að brenna. Fólk söng og spjallaði og dansaði síðan eins og hver og einn lysti fram eftir kvöldi, enda var veðrið gott, stafalogn og þurrt, þó það hefði mátt vera hlýrra, en við reynum að kvarta ekki mikið, þó sumarið hafi bæði verið sólarlítið og rakt...

1 comment:

Asdus said...

Alltaf líf og fjör hjá ykkur :)