Saturday, August 13, 2011

Óvenjulegir gestir !




Síðastliðinn fimmtudag fékk ég óvænta upphringingu, var beðin að taka að mér 3 rússneskar konur frá Moskvu sem væru á leið til Seyðisfjarðar m.a. í þeim tilgangi að skoða Dvergasteininn í fjörunni neðan við samnefnt fyrrum prestssetur.
Þó ég sæi framm á að eyða talsverðum tíma með þeim og þyrfti að redda þeim gistingu, þá sagði ég auðvitað JÁ, enda erfitt að neita nema maður hafi löglega afsökun.
Þessar myndarlegu eldri konur eru í hópi þeirra sem halda því hiklaust fram að hér á landi hafi búið fólk meira og minna í margar aldir fyrir okkar svokallaða landnám.
Og að þessir dvalargestir sem komu hingað hafi flestir verið hér í ákveðnum tilgangi, því landið okkar sé sannkölluð orkuuppspretta og þeir hafi kunnað að búa til orkuhringi, eða svokallaða steinhringi eins og víða var gert í Englandi, Skandinavíu og víðar. Þetta er mjög líklegt að mínum dómi, þó ég viti að seint verði hægt að sanna það.
Þær voru svo heppnar að fá ágætis veður fyrri tvo dagana, en í dag á brottfarardeginum fannst þeim komið hálfgert vetrarveður á þeirra mælikvarða, enda var mjög heitt sumar í Moskvu að þeirra sögn. En þær höfðu skoðað það sem þeim þótti mest um vert og sneru ánægðar heim með fluginu síðdegis. Þær elduðu rússneskan rétt í gærkvöldi og buðu mér að borða með þeim og fræddu mig um ýmislegt sem þær eru að gera, m.a. ýmislegt í stjörnuspeki sem meikar sens :)
Að þeirra sögn er það enginn dans á rósum fyrir venjulegt fólk að lifa í Rússlandi og þær dásömuðu Ísland sem hreina og orkumikla paradís sem við ættum að meta meira en við gerum mörg hver. Það var vissulega fróðlegt og skemmtilegt að kynnast þessum áhugasömu og duglegu konum sem leggja mikið á sig til að ferðast um heiminn og skoða það sem þær telja merkilega staði og eru t.d. píramídarnir í Egyptalandi þar á meðal. Tungumálaerfiðleikar voru vissulega til smá travala, vegna takmarkaðrar kunnáttu okkar allra, en þó var mesta furða furða hve vel okkur gekk að spjalla um allt milli himins og jarðar. Og ég lærði meira að segja nokkur rússnesk orð sem vonandi koma sér vel í haust þegar ég ætla að bregða mér til St. Pétursborgar, en Moskva verður að bíða betri tíma :))

1 comment:

Asdis Sig. said...

Sæl Solla mín.
Þetta hefur aldeilis verið áhugaverð heimsókn. Gaman að hitta fólk og kynnast nýjum hlutum, þær voru aldeilis heppnar að hitta þig svona fróða og skemmtilega konu. Kveðja Ásdís