Monday, August 08, 2011

Mærudagar 2011





Mærudaga á Húsavík er ekki hægt að láta framhjá sér fara. Við vorum mætt nógu snemma í þetta sinn til að taka þátt í árlegri skrúðgöngu okkar bæjarhluta sem er grænn. Við vorum líka býsna dugleg að mæta á þá viðburði sem voru í boði, fórum á allar sýningar og á ljóðakvöldið, varðeldinn, í vöfflukaffi til Adda og Stellu eins og undanfarin ár og horfðum á óvenjulega hrútasýningu, sem var óvænt gaman :)
Við áttum brúðkaupsafmæli þessa helgi og af því tilefni fórum við út og borðuðum ásamt Diddu systur, hennar manni og Binnu og Magga sem voru í tjaldvagni á lóðinni hjá okkur. Við röltum einn hring um skóginn fyrir ofan Hlíð og nutum góða veðursins þessa yndislegu daga, fórum á markaðinn og að sjálfsögðu í heimsóknir til mömmu í Hvamm, þar sem við hittum reyndar marga fleiri ættingja og vini, ekki síður en
á röltinu í bænum. Við kíktum líka yfir á heitu tjörnina utan við Kaldbak og sáum ótrúlegan fjölda fólks þar að vaða og busla við að veiða gullfiskana sem þar eru í þúsunda tali. Margir tóku veiðina með heim en aðrir skiluðu þeim aftur til síns heima...

No comments: