Sunday, August 28, 2011

Húsavík enn og aftur !




Ég dreif mig norður til mömmu s.l. föstudag og var ein á ferð. Ég sá fram á að ef ég færi ekki þessa helgi, þá yrði trúlega nokkuð langt á milli heimsókna minna til hennar, þar sem við erum fljótlega á förum til St. Pétursborgar.
Ég kom ýmsu í verk, tók upp svolítið af kartöflum og sló lóðina, auk þess að hitta marga ættingja og vini, en eyddi mestum tíma með minni góðu vinkonu Sigrúnu og snæddum við til skiptis hvor hjá annarri þessa daga og spjölluðum mikið. Ég fór hefðbundinn rúnt með mömmu og tók myndir af FJALLINU GRÆNA, sem við annars köllum Húsavíkurfjall, en lúpínan er að verða búin að þekja hana svo algjörlega að brátt verður fjallið alveg grænt. Ég fór meira að segja niður í Helguskúr með fullan poka af derhúfum í húfusafnið hans Helga og skrapp svo í berjamó, en þar sem lúpínan er að verða búin að eyðileggja allann berjamó á Húsavík, þá fann ég aðeins lítinn blett upp undir Botnsvatni, þar sem ennþá mátti finna svolítið af bláberjum og aðalbláberjum. Heimferðin gekk líka vel, enda veðrið ljómandi gott og ég tók upp puttaling við Grímsstaðabrúna, unga stúlku frá Cananda sem var á leið til Seyðisfjarðar, svo hún komst alla leið fyrr en hún þorði að vona :)

1 comment:

Asdis said...

Blessuð. Þú hefur gert góða ferð "heim". Ég kann bara ekki við fjallið okkar svona grænt, vil gamla og góða Húsvíkurfjall aftur. Skilaðu kærri kveðju á Sigrúnu næst þegar þú heyrir í henni, ég hugsa oft til hennar. Kveðja Ásdís