solveig54
Tuesday, April 01, 2025
Fótboltamót á landsvísu á Akureyri um miðjan mars !
Gummi á Bakka óheppinn !
Norræna mætt á ný eftir árlega miðsvetrar fjarveru !
Wednesday, March 05, 2025
Frekar snjóléttur vetur það sem af er !
Það hefur verið lítið um snjó sem betur fer, eftir að við komum heim frá Kanarý, en þó að frost hafi verið með minna móti, þá hefur víða verið hægt að sjá svona klakastrá við ár og læki :)
Friday, February 28, 2025
SÓLARFRÍ Í SKAMMDEGINU !
Tuesday, January 21, 2025
Vetur í bæ !
Þann 18. janúar fór að snjóa svo um munaði og kostaði mikinn mokstur og vesen. En 2 dögum síðar kom stórhríð og allt fór á kaf, svalirnar fylltust af snjó hátt uppá stofuglugga og snjórinn á þaki Gróðurhússins var svo blautur og þungur að hann næstum sligaði þakið. Ég náði að sópa ofan af því, áður en það brast, en feðgarnir náðu að moka svalirnar, því ég hjálpaði lítið til þar. Bara það að moka slóð undir svalirnar svo hægt væri að fóðra vetrarfuglana þar svolítið á hverjum degi, var meira en nóg puð.
Wednesday, January 08, 2025
Útför Svanbjargar Sigurðard. frá Hánefsstöðum
Á milli hátíðanna lést Svanbjörg Sigurðard. á Hánefsstöðum, en ég hafði hitt hana daglega um miðjan desember, því ég tók að mér að lesa fyrir hana gamalt handrit sem hún gat ekki lesið sjálf og sá hana í síðasta sinn skömmu fyrir jól. Ég er henni þakklát fyrir allar góðu samverustundirnar á liðnum árum. Útför hennar fór svo fram í dag, 8. janúar að viðstöddu margmenni.
Jólin okkar 2024 !
Jólahátíðin leið furðu fljótt og þrátt fyrir frost og kuldanæðing, þá var snjór í lágmarki og því fært um allt, þó ekki væru nein ferðalög á milli okkar og ættingjanna þessi jólin. Við höfðum það því óvenju rólegt að þessu sinni og dunduðum okkur við að pússla erfitt púsl og lesa þessa daga.
Sunday, December 08, 2024
Eitt af mörgu sem gleymdist að skrá hér :)
Ég er ekki nógu dugleg að muna eftir að skrá viðburði, heimsóknir og fleira, en einu langar mig að bæta hér við, svo það gleymist ekki. Í lok október, áður en fór að snjóa, þá vorum við Rúnar á leið frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar, þegar við sáum unga konu Veru, með dóttur sem heitir Ava, bíðandi við brúna í útjaðri bæjarins. Við fengum að vita að þær langaði að kíkja til Seyðisfjarðar og komu þær því með okkur heim á Sf. En svo kom í ljós að enginn strætó fór til Egilsstaða síðdegis, svo Rúnar varð að skutla þeim aftur til baka. Þær eru frá Dusseldorf í Þýskalandi.
Samvera í jólaveislu eldri borgara í Öldutúni !
Fyrstu helgina í desember var ákveðið af nýju stjórninni í Öldutúni, að borða saman hátíðakvöldverð og allir að mæta með jólapakka sem merktir voru með nr. og allir fengu að draga nr. til að fá óþekktan pk. Við sátum við borð með Grétari Einars og Maríu Guðmunds og spjölluðum mikið 😊
Jóla-dinner í tilefni af afmæli Rúnars !
Garðar Þórðarson og félagar í Skaftfelli buðu uppá hátíða-kvöldverð fyrstu helgarnar í desember og við ákváðum að halda þannig uppá afmæli Rúnars, sem tilbreytingu í stað jólahlaðborðs. Maturinn var 5 rétta og smakkaðist alveg ágætlega og kostaði auðvitað talsvert eins og við mátti búast :)
Minningafundur um Önnu Karlsdóttur !
Unnur Óskarsdóttir var svo dugleg að hóa í okkur gamlar sáló-vinkonur hennar Önnu Karls, til að minnast þess að hún hefði orðið 65 ára núna 5. desember. Ca. 20 konur mættu og Rannveig Þórhalls hélt stutta ræðu um fornleifafundinn hjá Firði, að ósk Unnar og okkar allra sem höfum áhuga á því eins og Anna heitin. Að ósk Unnar, þá mætti ég með nokkur andleg spil og rúnir til gamans fyrir suma að skoða og prófa. Einnig var þarna í Herðubreið sölusýning á málverkum og fleira handverki fá ýmsum...
Thursday, November 28, 2024
100 ára ártíð Eiríks tengdapabba !
Í lok október mættu hingað systkini Rúnars og makar í tilefni af því að Eiríkur tengdapabbi hefði orðið 100 ára. Við leigðum Jónshús handa hópnum og allt gekk vel og við snæddum m.a. saman 2 góðar kvöldmáltíðir, aðra hér hjá okkur og hina á Egilsstöðum. Þröstur mágur mætti með ljósmyndasýningu sem var sett upp í anddyri Herðubreiðar og var býsna vel sótt og seldi hann nokkrar myndir.