Friday, October 08, 2010

Gamla borgin EFESUS / EPHESUS





Fyrr á öldum stóð borgin Efesus við árfarveg sem rann út í sjó. En gegnum tíðina bar áin svo mikinn framburð til sjávar að hún fyllti uppí árfarveginn og þornaði síðan upp, svo borgin fór í eyði vegna vatnsskorts og aðstöðuleysis. Hún hvarf smám saman undir jarðveg og lá þar gleymd og grafin þar til hún fannst þegar leggja átti járnbraut um svæðið. Það er því enn verið að grafa hana upp og kemur sér því vel að ferðamenn greiða fyrir aðgang að þeim hluta hennar sem búið er að gera sýningarhæfan.
Margt kom á óvart og vissa hluti lærðum við eins og t.d. það að súluhöfuðin eru þrenns konar, nefnast Dorisk, Jónisk og Korinsk eftir því hvernig skreyting er á þeim. Hér á meðfylgjandi mynd eru Jónískt súluhöfuð (snigill) og Korinskt með laufblöðum á. Dorisku súlurnar voru hinsvegar minnst skreyttar.
Þóra fararstjóri sem er að læra sagnfræði hefur búið í Grikklandi í meira en 20 ár og því afar fróð og áhugasöm um menningar við Miðjarðarhafið. Hún er einhver fróðasti og besti fararstjóri sem ég man eftir að hafa haft í okkar ferðum og er þá mikið sagt, því margir þeirra hafa verið alveg ágætir.
Það er nokkuð langur akstur frá Bodrum til Efesus, eða um 3 klst. en samt alveg þess virði ef maður hefur áhuga og auk þess stoppuðum við á nokkrum stöðum í báðum leiðum og sáum ýmislegt fleira sem ég ætla að segja frekar frá hér á eftir...

No comments: