Friday, October 15, 2010

HAUSTLITIR



Núna um miðjan október keppast tré og annar gróður við að fella laufin og gular breiður af Alaskalaufum þekja víða garða, götur og sérstaklega heimkeyrslur. Flest laufin eru orðin rauð, gul eða brún en einstaka tré og runnar eru þó ennþá fagurgræn og virðast ekkert ætla að skipta um lit eins og grenitrén sem alltaf eru sígræn.
Þetta eru t.d. sum kvæmi af Alaskavíði sem fara seinna af stað á vorin en halda sér mikið lengur og betur á haustin. Sama virðist vera með Reyniviðinn, einstaka tré eru ennþá fagurgræn á meðan flest önnur sömu tegundar eru orðin rauð, gul og brún.
Ekki veit ég af hverju þetta stafar, en það er ekki hægt að komast hjá að taka eftir þessu, þegar náttúran skartar haustlitunum allt í kringum mann en stöku tré sker sig rækilega úr fjöldanum.

No comments: