Friday, October 08, 2010

Maríuhús og leirverksmiðja





Á leiðinni til og frá Efesus heimsóttum við 2 nokkuð merkilega staði. Fyrst skal telja leirverksmiðju sem býr til afar mikið af skrautmunum til handa ferðamönnum og heimamönnum. Við fengum að sjá starfsmenn við sín störf, eins og rennismiðinn sem var enga stund að útbúa litla skál og lok ofan á hana sem passaði upp á millimeter.
Enda er maðurinn nefndur "superman" á vinnustað sínum. Við fengum líka að sjá listakonuna sem málar gripina og loks að sjá sölubúðina sem er gríðarstór og flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hinsvegar var það svo fjallakofinn hennar Maríu móður Jesú, en sagan segir að Jóhannes postuli hafi komið með hana á efri árum og þau dvalið þar síðustu 4 æviár hennar. Á staðnum er hrein og tær uppsprettulind sem litið er á sem heilaga og hús Maríu er afar fábrotið en fallegt og þetta er mjög vinsæll ferðamannastaður, þó Tyrkland sé byggt nær eingöngu af múslímum, þá trúa þeir samt líka á Maríu og skrá bænir sínar eins og ferðamenn gera sem þarna koma. Langur steinveggur er þakinn bréfum sem bundin eru saman og hanga eins og net eftir endilöngum steinveggnum...
Það var mjög notalegt að koma á þennan fallega og friðsæla stað sem kom þægilega á óvart...

1 comment:

Asdis said...

Hæ hæ.
Yndislegar myndir hér í færslunum. Þetta hefur verið dásamleg ferð að undanskildu þessu nærgöngula nuddi :( ég er hrædd um að ég hefði staðið upp og labbað út,takk fyrir skemmtilega ferðasögu. kv. Ásdís