Monday, March 21, 2011

Æfingabúðir fyrir vortónleika...




S.l. laugardag 19. mars mættu yfir 20 manns niður í kirkju, þar sem við vorum í rúma 6 tíma við söngæfingar fyrir vortónleika sem halda á 19. maí nk.
Einn kórfélaga (Inga Svanbergs) sá um að elda súpu og útvega brauð og álegg handa hópnum og allir tóku því með mestu rósemi að bíða á meðan hver rödd var æfð, þar til allir gátu sungið saman. Lögin sem við vorum að æfa eru tæplega 20 og flest ekta íslensk ættjarðarlög, sem hljóma ótrúlega vel þegar allar raddir eru með :)
Myndirnar fékk ég lánaðar hjá Helga Haralds sem tók þær á símann sinn !

No comments: