Monday, March 28, 2011

Gagnleg helgi fyrir norðan :)



Eins og mánaðarlega þá brenndi ég norður til mömmu s.l. helgi og hafði meðferðis verkefni sem til stóð að leysa. Það gekk vonum framar, því þetta voru gamlar myndir, mest af Keldhverfungum sem ég þurfti aðstoð við að nafngreina. Allir sem ég leitaði til voru boðnir og búnir að hjálpa, m.a. gamlir sveitungar sem nú dvelja í Hvammi, heimili fyrir aldraða í þingeyjarsýslum. Ég kom því heim með nánast allar myndir skráðar.
Veðrið var frábært á laugardaginn og við mamma fórum á rúntinn eins og alltaf þegar veður er gott og ég í heimsókn. Skyggnið var svo gott að auðvelt var að sjá bæði Flatey á Skjálfanda og Grímsey bera við sjóndeildarhringinn...
Ég heilsaði líka upp mínar gömlu og góðu vinkonur, Villu og Sigrúnu og hitti móðursystkini mín og fleira gott fólk eins og Ástu og Valda frá Garði sem hjálpuðu mér heilmikið með sumar gömlu myndirnar. Þetta varð því ágætis vinnuferð í leiðinni og að auki hlustaði ég á eina hljóðbók á meðan ég ók yfir fjöllin, fram og til baka :)

No comments: