Tuesday, March 15, 2011

Safnadagur á Suðurnesjum !




Helgina sem við dvöldum hjá dóttur okkar og barnabörnum var Safnahelgi á Suðurnesjum. Þar sem veðrið á laugardaginn var mjög gott, þá ákváðum við að kíkja á nokkur söfn og byrjuðum á Víkingasafninu þar sem skipið Íslendingur er til húsa ásamt fleiru. Það var Gunnar M.Eggertsson skipasmiður að langfeðratali í Vestmannaeyjum sem smíðaði það og sigldi því með áhöfn til Ameríku. Ef ég man rétt þá giftist Seyðfirðingurinn Sunna Gissurardóttir einum áhafnarmeðliminum við komuna þangað.
Síðan röltum við til Maríu Baldurs ekkju Rúnars Júl, en hjá henni var opið hús, þar sem hægt var að skoða stúdíó aðstöðu Geimsteina ásamt öllum hljóðfærum, plötusafni og ýmsum minjagripum tengdum tónlistarferli þeirra hjóna. Þetta var mjög forvitnileg og skemmtileg heimsókn. Loks renndum við út á Garðskaga til að skoða öll söfnin þar og handverkssýningu í gamla vitavarðahúsinu. Að síðustu klifruðum við upp 120 tröppur í nýja vitanum og fengum frábært útsýni yfir suðurnesið. Daginn enduðum við svo með fjölskyldudinner sem var mjög notalegur :)

2 comments:

Ásdís Sig. said...

Ég á alveg eftir að skoða þetta, kannski ég drífi mig til einnar stjúpdóttur og tengdasonar á góðviðrisdegi næsta sumar og láti þau sýna okkur bæinn sinn og umhverfið. Ekki galin hugmynd. kv.

Jóhanna Björg Þorsteinsdóttir said...

Sé að þú hefur misritað nafnið á hljóðveri/safni Rúnars Júl heitins. Það heitir Geimsteinn : )
Takk annars aftur fyrir samveruna um helgina elsku mamma og fyrir alla hjálpina við að pakka og gera klárt fyrir flutninginn. Hjálp ykkar pabba er ómetanleg.
Knús og kossar frá okkur öllum til ykkar pabba