Tuesday, March 22, 2011

Fyrsti vorboðinn mættur....



Það er nokkuð síðan að Rúnar sá fyrsta Tjald ársins hér við lónið. Núna um helgina voru þeir á milli 20 og 30 sem hann sá og auk heldur var hópur af Sendlingum í fjörunum og Rauðhöfðaendur og Duggendur sem eru frekar sjaldséðar á þessum árstíma.
Þegar hávær Tjaldurinn er mættur og farinn að helga sér óðul þá finnst manni vorið vera í nánd, þó oft vilji nú samt verða dráttur á því :)) Þess má geta að Glóbrystingurinn er hér enn við góða heilsu, hefur mætt í mat hjá okkur síðustu daga og er alltaf jafn mikil mannafæla :) Snjótittlingar og dúfur mæta alla daga í fóðrið og stöku sinnum koma flækingar með þeim eins og skógarþröstur eða svartþröstur en nokkrir slíkir hafa verið hér í bænum í vetur...

No comments: