Sunday, March 06, 2011

Æskulýðsdagurinn



Í dag, sunnudaginn 6. mars er æskulýðsdagurinn. Af því tilefni var gospelmessa í Seyðisfjarðarkirkju og allur kórinn mættur og auk þess nokkur börn sem sungu tvö lög. Sú óvenjulega tilbreyting kom upp, að fullorðin kona óskaði eftir að vera fermd við athöfnina og var það skemmtileg uppákoma og athöfnin óvenju létt og gleðileg.
Ég fór síðan á tónleika í kjallara Tónlistarskólans kl 5 og hlustaði þar á nokkur börn og ungmenni spila á hin ýmsu hljóðfæri. Hér má sjá strákana sem spiluðu lokalagið og krakkana sem sungu í kirkjunni í tilefni dagsins.
Ég tók líka forskot á sælu morgundagsins, sem er bolludagur og borðaði nokkrar rjómabollur en hef hinsvegar ákveðið að sleppa því að borða saltkjöt og baunir á sprengidaginn, því það hefur mjög svo óþægileg líkamleg eftirköst, þ.e.a.s liðverki sem ég nenni ekki að umbera í marga daga eftir saltkjötsát og ætla í staðinn að sjóða mér kjötsúpu, því ekki veldur hún neinum óþægindum :)

1 comment:

Ásdís Sig. said...

Þetta hefur verið góður dagur hjá þér. Ég bakaði líka bollur í gær og er að hugsa um að sleppa saltkjötinu, minnug þess hvernig mér leið um jólin eftir svínahrygginn. Kær kveðja austur.