Friday, September 16, 2011

900 daga umsátrið um Leningrad





Ég gleymdi að geta þess að áður en við yfirgáfum Pétursborg áleiðis til Petershof, þá fórum við og skoðuðum glæsilegt minnismerki um 900 daga umsátur Nasista um Leningrad (eins og borgin hét á þeim tíma) í síðari heimsstyrjöldinni. Þá gerði maður sé lauslega grein fyrir hve erfitt hefur verið fyrir borgarbúa að þrauka svo langan tíma við ómannúðlegar aðstæður. Jafnvel Íslendingar sem höfðu það skítt, voru þó betur settir. Það er áhrifamikið að sjá öll 900 ljósin sem sett hafa verið upp í byggingunni til minningar um þessar hörmungar og rússneska stafrófið flæktist dálítið fyrir okkur, þó hægt væri að skilja það sem stendur á þessum myndum, þ.e. 900 dagar og 900 nætur.
Sagan af tilurð rússneska stafrófsins er nokkuð skemmtileg. Sendimaður fór víst til Rómar til að ná í sýnishorn af nýja stafrófinu á sínum tíma, en á leiðinni heim missti hann kassann með stöfunum, sem allir hrundu í sundur, svo hann varð að pússla þeim aftur saman eftir minni og útkoman varð sú sem við sjáum í dag, skrítin blanda af okkar stafrófi, sem búið er að hvolfa og spegla á ýmsa vegu :)

No comments: