Monday, September 19, 2011

Haustgleði í Skálanesi





Starfsmannafélag Seyðisfjarðar kaupstaðar stóð fyrir haustgleði í Skálanesi s.l. laugardag. Því miður komumst við ekki strax með hópnum, þar sem Rúnar var staddur í Rvk og misstum fyrir vikið af ýmsu, m.a. heimsókn í býflugnabúið. En náðum því að sjá Sigga Ormar gefa svínunum bjór o.fl. o.fl... :)
En við mættum á svæðið um kaffileitið og fengum heimabakaðar kökur og kex + salöt.
Svo skemmtum við okkur vel í hressum hópi þeirra sem mættu, en það voru reyndar ekki nema 32 sem sáu sér fært að vera með. Við fórum m.a. í skemmtilegan látbragðsleik þar sem kennarar notuðu táknmál með tali, sem við hin kunnum ekki, en ég hef hugsað mér að ráða bót á því :)
Loks snæddum við grillað lambakjöt m.m. og nutum sólarlagsins sem var einstaklega fallegt að þessu sinni- eins og sjá má :))

No comments: