Friday, September 16, 2011

Dagstund í Helsinki




Við komuna til Helsinki var orðið bjart en á leiðinni höfðum við ekið að mestu í myrkri, roki og rigningu, en nú stytti upp og sá til sólar okkur til ánægju.
Við ókum framhjá mörgum helstu byggingum borgarinnar, sendiráðum, óperu, þjóðminjasafni, tónlistarhöll, kirkjum og fleira má til nefna. En hér sýni ég aðeins Stóru kirkjuna eins og hún er nefnd. Hún stendur við borgartorgið og svo Klettakirkjuna frægu sem hefur einstakan hljómburð og er mjög vinsæl hjá kórum sem sækja hana gjarnan heim og syngja þar innan dyra.
Það var óvænt gaman að fá tækifæri til að skoða sig aðeins um þarna, þó stutt væri.

1 comment:

Asdís said...

Mikil fræðsla og margar flottar myndir að vanda hjá þér Solla mín, þetta hefur verið athyglisverð ferð. Gaman að lesa þetta allt. Sé að Björn Bjarnason hefur verið ferðafélagi ykkar, er hann ekki skemmtilegur svona utan pólitíkur? kveðja til þín og þinna