Sunday, April 07, 2024

Farfuglar og flækingar !

 Á hverju vori mæta farfuglarnir á misjöfnum tíma og nokkrir flækingar þvælast yfirleitt með eins og vanalega. Læt hér myndir af þeim sem við höfum séð undanfarið :) 

Vepjan var mætt í fjörðinn fyrir páska...
Fjöruspóann sá Rúnar 7. apríl
                                     Gráhegrinn kúrir enn hér í skjólinu neðan við okkur.





Saturday, April 06, 2024

Handklæðaskreytingarnar á rúmunum okkar !

 Til gamans og til að hafa myndirnar saman á einum stað, þá set ég hér þær handklæðaskreytingar sem þrifastrákurinn setti á rúmin okkar nokkrum sinnum.






Fugla og dýralíf við hótel Sharm Reef !

 Mikið var um fugla sem komu daglega að hótelinu, til að fá sér að drekka í sundlaugunum og einnig sáum við næstum daglega litlar eðlur sem skutust meðal blóma og runna í garðinum...

                       Krákurnar voru duglegar að mæta og betla brauð þegar við sátum úti með bita.
                       Herfuglar voru daglega í garðinum, en voru ekki eins mannelskir og aðrir fuglar.       
                      Kúhegrar komu daglega og stundum margir í einu, en myndina af þeim fann ég ei.
                       Gráspörvar voru allsstaðar í garðinum og sífellt að fá sér sopa úr laugunum.
                Dúfurnar voru líka einna fyrirferðamestar og flestar af daglegum fuglum í garðinum.
                 Þessi litli ránfugl sást af og til, en kom aldrei niður á laugarbakkana eins og hinir.
               Litlu eðlurnar voru meira og minna á ferðinni, meira að segja sá ég eina innan dyra.


Lagt af stað í langferð með afkomendum okkar !

 Það var Jóhanna okkar sem stóð fyrir því að við færum til Sharm El Sheikh í Egyptalandi í tilefni af því að ég vildi fara eitthvað með alla okkar afkomendur, en Mo gat aðeins verið með við þessar aðstæður.  Fyrst ókum við 3 suður í blíðskaparveðri, viku fyrir páskavikuna og gistum 1 nótt hjá Bergþóri + co, en síðan aðra nótt í Keflavík fyrir brottförina til Osló. Þar gistum við öll 7 hjá Jóhönnu + börnum hennar í eina nótt áður en allur hópurinn 10 manns flaug til Egyptalands.

                               Hótel Sharm Reef, sem var snyrtilegt, góð þjónusta og fullt fæði.
                         Tvær sundlaugar voru í hótelgarðinum og þar hægt að busla og sóla sig að vild.
                          Börnin voru dugleg að nota sundlaugarnar og njóta þess sem í boði var.
   
                               Við fengum sérstakt borð í hótelsalnum fyrir okkar 11 manna hóp.
                                  Sigling á Rauðahafinu var til að geta snorkað og kafað að vild.
                                 Allir fóru í sjóinn nema kuldaskræfan ég, sem var óvænt kvefuð.
                                      Í Safari-ferð um eyðimörkina var gengið um krókóttan dal.
                          Þarna í eyðimörkinni renndum við okkur á þotum og brettum eins og í snjó.
                         Boðið var upp á smá útreiðartúr á úlföldum og líka ferð á fjórhjólum.
                    Við Rúnar hittum hinsvegar þennan úlfalda á röltinu um bæinn Sharm El Sheikh.
                Á heimleiðinni var páskalambið snætt hjá Jóhönnu í Noregi, áður en haldið var heim.


Sýnishorn af vetrinum í byrjun árs 2024

Veturinn var snjóléttur framundir páska en ansi kaldur á köflum og því urðu ansi mikil svell víða á sléttlendi og mikið mál að brjóta klakann í von um að losna við kal á lóðinni okkar...





Monday, March 18, 2024

Sr. Cecil Haraldsson kvaddur hinstu kveðju !

 Fimmtudaginn 14. mars s.l. var sr. Cecil Haraldsson fyrrum prestur hér, kvaddur hinstu kveðju frá Seyðisfjarðarkirkju og mun satt vera að hann sé fyrsti presturinn sem jarðsettur er hér í Kirkjugarðinum en allir prestar á undan honum hér, svo langt sem menn muna, hafa allir látist fjarri Seyðisfirði og verið grafnir á öðrum stöðum. Hafi hann þökk fyrir góða þjónustu og góð kynni hér gegnum árin !



Gráhegrinn er hér enn og þraukar vonandi veturinn !

 Aumingja gráhegrinn var orðinn ansi slappur í mesta kuldanum hér og hættur að forða sér þegar við tókum rúnt til að mynda hann og fylgjast með honum. En uppúr miðjum mars virtist hann hressast og tórir vonandi það sem eftir er til vors ! Aðrir flækingar virðast ætla að þrauka til vors, enda fá þeir daglega ýmislegt ætilegt sem heldur þeim á lífi. Svo komu nokkrir Tjaldar sem eru fyrstu vorboðarnir ár hvert og nýlega eru álftir farnar að streyma til landsins, þó ekki hafi þær birst hér í firðinum ennþá !




Aftur heim í kulda, snjó og hálku !

Siggi Birkir var búinn að klára að pússla 3000 kubba myndina sem hann gaf okkur um jólin við heimkomu okkar. En það var ansi kalt og vetrarlegt hér allan febrúarmánuð. Samt var fólk að baða sig í kuldanum, þótt ótrúlegt sé. Gamla raflínan út í Hánefsstaði var tekin niður og verið að safna saman staurum og vír út með firðinum. Síðast en ekki síst rek ég augun ansi oft í ólík andlit hér í firðinum og þessa síðasta var bara hér í garðinum hjá okkur... 😂














Saturday, February 03, 2024

Dvölin á Gran Canaria í stuttu máli !

 Það var sól flesta daga og hiti á milli 20-30 gráður alla daga. Við sátum því talsvert í sólinni, en vorum líka dugleg að fara í gönguferðir og skoða alla hluta svæðisins, auk þess sem við tókum strætó til Mas palomas, Mogan og Las Palmas. Við heimsóttum Doddu Kjerulf og hittum marga Seyðfirðinga og Íslendinga, þar af nokkra sem tengdust okkur á einn eða annan hátt. Fórum í minigolf og sáum slatta af betlurum og staði þar sem útigangsfólk hélt til. Fórum oft til Harry´s og á markaðinn og gátum núna skoðað kirkjuna sérkennilegu þar í nágrenninu.







Þriggja vikna dvöl á Bull hotel Victoria á Gran Canaria !

 Þetta Bull hótel var vel staðsett á Playa del Ingles og gestir að mestu leyti eldri borgarar.  Við vorum staðsett á 7. hæð með gott útsýni yfir garðinn, þar sem fjöldi fólks var frá morgni til kvölds. Þarna var tónlist og dans í garðinum öll kvöld og skemmtiatriði innan dyra sömuleiðis. 






Ökuferð norðurleiðina til Rvk, gist á H-vík 31-12-2023 til 1-1-2024.

 Á gamlaárskvöld 2023 fórum við til Húsavíkur, gistum þar og héldum svo til Rvk á nýársdag, áleiðis í flug til Gran Canaria í tilefni af 70 ára afmæli mínu.




Slóð á áfallasögur kvenna !

 https://afallasaga.is/frettir/.

Thursday, December 28, 2023

Svangir fuglar í kulda og snjó !

 Þegar vetur ríkir með kulda og snjó, þá er erfitt tímabil hjá blessuðum fuglunum og ég hef því reynt eftir bestu getu að halda lífi í þeim, því alltaf er slatti af flækingum, mest svörtum og gráum þröstum ásamt skógarþröstum sem ekki komu sér í burtu tímanlega. En í þetta sinn voru nokkrar silkitoppur eftir hjá okkur og svo að sjálfsögðu dúfurnar, máfarnir og krummi ! Gráhegrinn sem við sáum til 20. des virðist hafa stungið af, eða við ekki leitað hans nógu vel...?





Jólin okkar í rólegheitum þetta árið !

 Jóladagarnir okkar voru rólegir og mestur tími fór í að sortera og pússla 3000 kubba mynd sem Siggi gaf okkur ! Það snjóaði líka eitthvað flesta dagana eða næturnar og ég mokaði því snjó flesta daga...