Friday, January 22, 2021

Jól og áramót !

 Þetta Covid ár er búið að vera erfitt fyrir jarðarbúa og þó við séum einangruð hér og laus við smit og veikindi, þá verðum við að hlýða öllum reglum, með grímur + sóttvarnir og fjarlægðir við fólk. Jólahátíðin var því fámenn að þessu sinni og ekki allir bæjarbúar komnir heim til sín eftir skriðurnar. Engar messur voru um jólin og engin kaffiboð. En á gamlaárskvöld var ákveðið að allir slepptu kaupum á flugeldum, en keyptu í staðinn friðarkerti af Björgunarsveitinni og mættu með þau niður að Lóninu og loguðu þau þar í kring alla nóttina. Þetta var mikið fallegra en rakettur og allir virtust ánægðir og sáttir með friðinn og hreina loftið, enda veðrið eins og best var á kosið...