Friday, August 18, 2006

Ávextir jarðar og fleira...




Heil og sæl, nú er orðið nokkuð liðið síðan ég bloggaði síðast. Að vísu gerði ég heiðarlega tilraun eins og oft áður, en hún mistókst og nú skal reynt til þrautar.
Sumarið hefur verið sólríkt og hlýtt hér við Costa del Seyðisfjörð svo við megum vel við una og ættum nú að njóta ávaxta náttúrunnar, berjanna sem nú þekja móana hér allt um kring, rétt eins og hellt hefði verið úr fullum fötum af berjum yfir brekkurnar, það er ótrúlegt að sjá það.
Um Verslunarmannahelgina skrapp ég norður í Öxarfjörð ásamt góðum félögum og labbaði í Forvöðin og Hallhöfðaskóg í yndislegu veðri. Myndir frá helginni eru komnar inn í Yahoo albúm á sömu gömlu slóðinni.
Við áttum líka yndislega daga fyrir norðan með fjölskyldu minni í sumar og héldum óformlega uppá stórafmæli mömmu og pabba, (sjá myndaalbúmið: Afmælismót). Og síðast en ekki síst fór ég aftur í augnaðgerð og lét laga annað augað (sem mislukkaðist í fyrri aðgerðinni). Til að gera langa sögu stutta, þá tókst seinni aðgerðin mjög vel og líklega dríf ég mig (að ráði augnlæknanna) aftur í aðgerð í haust með hitt augað, sem ég reyndar sé ágætlega með, en æskilegt er að sjónin á báðum sé svipuð, en ekki fjarsýni á öðru og nærsýni á hinu, það er víst ekki gott til lengdar þó það hafi vissa kosti...
Læt þetta rabb nægja, því óvíst er að það komist nokkurn tíman á netið. Verð bara duglegri næst ef þessi tilraun tekst.