Wednesday, July 14, 2021

Fornleifauppgröftur við bæinn !

 Þar sem til stendur að byggja snjóflóðavarnargarða neðan við Bjólfinn, þá var ráðist í að rannsaka gamlar húsarústir ofan við Fjörð og á Mylluholtinu. Gekk það vel í blíðunni undanfarið. Ég skrapp og skoðaði framkvæmdirnar á báðum stöðunum... Þegar uppgreftri var að ljúka í lok sumars, þá rákust þau á bátskuml með beinagrindum manns og hests og framlengdu því uppgröftinn sem orðin er mjög merkilegur frá upphafi landnáms að því er virðist og gaman verður að frétta meira af því .... ?





Gengið um nýju varnargarðana !

 Þeir aðilar sem unnu við að byggja upp varnargarða fyrir ofan byggðina við sunnanverðan bæinn, eiga heiður skilið fyrir hve vel það hefur tekist hjá þeim. Við Rúnar gengum einn sólskinsdaginn eftir þeim og ég tók nokkrar myndir. Hér má sjá sýnishorn af þeim...





Góð tíð og líflegt fuglalíf !

 Tíðin undanfarnar 3 vikur hefur verið einstaklega góð, sól meira og minna alla daga og lítil úrkoma, enda hefur fjölgað mikið í firðinum, bæði ferðafólk í heimsókn og farfuglar fjölgað sér svo um munar.





Saturday, July 10, 2021

Ella og Árni í heimsókn !

 Einn kemur þá annar fer segir máltækið og það hefur oft gengið eftir eins og núna, þá hittist svo vel á að Ella og Árni komu stuttu eftir að Bergþór og co fóru suður. Veðrið hélt áfram að vera einstaklega gott og við nutum þess svo sannarlega saman... röltum m.a. að skoða uppgraftarsvæðin ofan við Fjörð og við Mylluholtið. Borðuðum á Lárunni í sól og hlýju og hittum ýmsa brottflutta Seyðfirðinga og heimafólk !





Bergþór okkar og fjölskylda hans í heimsókn !

Vikuna 1.-8. júlí 2021 dvöldu Bergþór, Hildur, Nína og Þorsteinn hjá okkur. Helga mamma Hildar kom líka með þeim, en fór suður aðeins á undan þeim. Veðrið var eins gott og hugsast getur þessa daga, sól og hiti daglega og börnin nutu þess að vera frjáls og fá að sulla úti í garði í þessu góða veðri...              Siggi var í vinnufríi og naut samverunnar með bróður sínum og fjölskyldu, enda alltof sjaldan sem þeir hittast núorðið...

Við fórum líka upp í Hallormsstað og víðar með þeim þessa daga og nutum veðurblíðunnar og samverunnar <3