Wednesday, August 15, 2018

Theodórs afa míns minnst á Bjarmalandi

Stjórn Fálkasetursins ákvað að halda minningarstund um Theodór afa á Bjarmalandi og var dagurinn valinn sunnudaginn 12. ágúst. Góða veðrið var með okkur og það mættu yfir 40 manns sem hlýddu á upprifjun Gulla Benna á lífshlaupi afa og áhugamálum hans. Við Rúnar og Siggi mættum fyrir hönd minnar stórfjölskyldu. En Gurrý og Gulli Benni sáu að mestu um þetta og tóku við dótinu sem ég var með úr fórum afa (stafina hans, töskuna, spariföt og fleira).
Dauði minkurinn var hafður til sýnis og allir skrifuðu í gestabókina áður en þeir fóru.
Ákveðið var að láta smíða nýja útihurð fyrir Lambafellsleiguna sem á að duga fyrir kostnaði.



Bergþór og co í heimsókn !

Eftir heimkomuna frá Noregi drifum við okkur austur til að undirbúa komu Bergþórs og fjölskyldu. Við mæltum okkur mót á Húsavík og dvöldum þar 2 nætur, en héldum síðan austur á ný og voru þau heppin með veður flesta dagana...!






Noregsferð 2018

Okkar árlega heimsókn til Jóhönnu okkar og fjölskyldu var um mitt sumar, 7.-20. júlí.
Við lentum í hitabylgju einu sinni enn og 30 stiga hita flesta daga og miklum þurrkum, svo eldhætta var mikil og bændur í vanda vegna heyskorts. En við fórum víða þessa daga og dvöldum m.a. í sumarhúsi skammt frá Kristiansand, en þangað fórum við líka í heimsókn til vinnuveitanda Mo.
Við heimsóttum Þröst og co og svo var frænkuhittingur hjá Jóhönnu. Einnig fórum við í 2 skemmtigarða, klifurgarð og dýragarð auk þess sem við týndum ber, söftuðum o.m.fl....
Í heimsókn hjá Þresti mági og Birnu konu hans í Oslo.

Við Jóhanna með frænkunum sem búa í Noregi, Sivu, Ingunni og Gígju.
Heimsókn í skemmtigarð í Noregi, þar sem hægt er að æfa og prófa ýmsar jafnvægislistir...
Talsvert var um norsk tröll af ýmsu tagi í þessum skemmtigarði...
Heimsókn til vinnuveitanda Mo, sem bauð okkur í grillveislu í garðinn sinn...
Þetta er mynd af vinnuveitanda Mo og framhlið á sveppabók sem hann gaf út...

Við Jóhanna með börnin í sumarhúsi í helgarfríinu sem þau höfðu á þessum tíma...

Lífeyrismálin !

Á þessari vefslóð má finna allar upplýsingar um lífeyrismálin (að sögn)...
https://www.lifeyrismal.is/