Monday, November 25, 2019

Sigling á skemmtiferðaskipi !

Þann 23. okt. lögðum við af stað frá Keflavík til Feneyja, með millilendingu í Munchen. Eftir 3 daga í Feneyjum fórum við um borð í skemmtiferðaskipið N. Spirit og sigldum á 12 borgir og eyjar næstu 12 sólarhringana. Hér koma sýnishorn úr þessu ferðalagi....!
Meðan beðið var eftir framhaldsflugi frá Munchen, var slappað af með samferðafólki okkar sem voru Ella mágkona og Árni maður hennar !

Í Feneyjum prófuðum við auðvitað að sigla á gondól...

Í Dubrovnik í Króatíu röltum við eftir gamla borgarmúrnum, hring um borgina...

Í Kotor í Svartfjallalandi fórum við í bratta fjallgöngu og fengum meiriháttar útsýni yfir borgina...

Á eyjunni Corfú var rölt yfir í gamla kastalann....

Eyjan Santorini var mjög sérstök og þar skoðuðum við m.a. fornleifauppgröft...

Í Aþenu röltum við uppá Akropolish og enduðum þar í rigningu :)

Eyjan Mykonos kom mjög á óvart, þar var allt svo snyrtilegt, fallegt og rólegt !

Í borginni Hania á Krít, röltum við um hafnarsvæðið, því tíminn þar var stuttur !

Höfnin á eyjunni Möltu var sú fallegasta sem við höfum séð til þessa !

Borgin Catania á Sikiley er í næsta nágrenni eldfjallsins Etnu sem þarna blasir við í bakgrunninum.

Borgin Napólí á Ítalíu er um margt sérstök og gaman að koma þangað...

Það hefur lengi verið draumur að heimsækja uppgröfnu borgina Pompei og reyndist hún mikið stærri en ég hafði gert mér grein fyrir...

Siglt var til Livorno, en þaðan tókum við leigubíl til næstu borga og höfðum ekki tíma til að skoða Livorno að þessu sinni...

Borgin Flórense skartar einhverjum fallegustu kirkjubyggingum sem við höfum séð !

Borgin Pisa var svipuð og hún var þegar við heimsóttum hana fyrir ca. áratug...

Við röltum um Forum Romanum í Róm og enduðum við Colosseum....

Síðasta kvöldmáltíð hópsins var í Róm og þar flutti einn ferðafélagi okkar þessa ágætu vísu :)

Hér má sjá meirihluta hópsins á leið í hópmáltíðina í Róm...

Hér er svo sjálfur fararstjórinn, Skúli Unnar Sveinsson, sem rataði um allt og var mjög fróður og viljugur að miðla okkur af þekkingu sinni...