Thursday, April 19, 2012

sumardagurinn fyrsti !




Frá því um miðjan febrúar hefur verið nánast auð jörð og fært um allt land. En á síðasta vetrardag fór að kafsnjóa og þegar við vöknuðum í morgun á sumardaginn fyrsta (19. apríl 2012) þá var jörð alhvít og næstum ökladjúpur snjór yfir öllu. Ég vorkenndi nýkomnu þröstunum og mokaði í þá eplum sem þeir átu með bestu lyst. En þá fór sólin að skína og það var blíðuveður í allan dag og allar götur urðu auðar og mikið af snjónum hopaði. Vonandi hverfur hann bara alveg fyrr en varir og sumarið verður líka vonandi betra en undanfarin ár, því það fraus saman sumar og vetur...