Wednesday, August 21, 2019

Heimferð um suðurland...

Þegar við komum heim frá Noregi, ókum við suðurleiðina austur, því það rigndi svo mikið fyrir norðan. Við kíktum við hjá Reyni "bónda" á Selfossi og fórum þaðan með 2 gamlar hálfbrunnar stílabækur og ljóðabókina Oddrún eftir Hákon A. sem ég las fyrir okkur á heimleiðinni :)
Samt sér maður alltaf eitthvað nýtt í hverri ferð...
                        Þessa nýju stálstyttu af Þór með hamarinn mátti sjá við Vík í Mýrdal.
                           Tugir af brjóstahöldurum héngu þarna á girðingum án skýringa ???
                      Gömul brú sem ekki er notuð lengur, því fljótið flutti sig á nýjan stað ...
                                       Fallegar ljósmyndir  nýuppsettar við Jökulsárlónið :)

Nokkrir sumargestir og brúðkaup !


Á hverju sumri koma einhverjir ættingjar og vinir í heimsókn og að þessu sinni voru þeir fleiri í einu en oft áður, þar sem brúðkaup var í fjölskyldunni og allir mættu sem gátu mætt. Ekki gistu samt allir hjá okkur, enda takmarkað pláss, en húsbíllinn var líka notaður í nokkrar nætur sem dæmi um fjöldann, enda LungA á sama tíma og það rigndi hressilega flesta dagana eftir brúðkaupið ...
                       Bergþór og fjölskylda voru lengst hjá okkur eða heila viku í þetta sinn...
                            Gulli gisti hjá okkur, en Birgir og co voru í húsbíl í nokkrar nætur...
                  Þröstur og co gistu líka hjá okkur nokkrar nætur og Auður Lóa og félagar í húsbílnum...
                  Jón Ben. og co komu síðar og gistu nokkrar nætur, en voru ekki heppin með veður.

Mærudagar og árleg Noregsferð !

Það er ekki á hverju ári sem við getum mætt á árlega Mærudaga til Húsavíkur, en að þessu sinni tókst það. Didda systir mætti líka ásamt Rebekku og fjölskyldu og áttum við þarna góða helgi saman.
Síðan ókum við suður í Kópavog og dvöldum með Bergþóri okkar og fjölskyldu í nokkra daga áður en við flugum til Osló í heimsókn til Jóhönnu okkar og fjölskyldu...
                       Við hittum líka Þórunni, Jónda, Ástu og börnin hennar, sem var gaman :)
                       Dætur Rebekku, Kristín Embla og Guðrún Ásta voru skemmtilega líflegar :)
                            Þorsteinn Darri með Rúnari afa og Helgu ömmu í Kópavogi...
                              Nína Björg í húsdýragarðinum með pabba sínum og okkur afa Rúnari...
               Haldið uppá brúðkaupsafmæli Jóhönnu & Mo 5. ágúst og okkar Rúnars líka :)
                 Í klifurgarði með Adam og S. Rós, sem var gaman og dálítið puð á köflum :)

Varmadæla og ýmis útiverk...

Rúnar tók þá ákvörðun að setja upp varmadælu fyrir efri hæðina og reyndist það heilmikið rask. Opna þurfti gat á útvegg stofunnar til að koma lögnunum inn í blásarann, en dæluna sjálfa setti hann undir svalirnar. Vonandi á hún eftir að reynast vel í vetur þegar kólnar, en hún heldur þokkalega notalegu inni, þó það rigni og óvenju svalt sé núna miðað við sumartíma hér !
Ýmis verk þarf að vinna utandyra á sumrin, bæði garðvinnu og snyrtingu og því nóg að gera ef veður leyfir, sem sjaldan hefur verið þetta sumarið, því miður :(
Að hreinsa illgresi frá gangstéttarhellunum er árleg vinna og kominn var tími á að mála/fúaverja svalir og tröppur. Loksins tókst að klára svalirnar, en spurning hvort tröppurnar þurfa að bíða næsta sumars eins og fleira?
Eftir hreinsun og háþrýstispúl saltaði Rúnar í rifurnar, en það dugði stutt :(
                                               Varmadælan í skjóli undir svölunum...
                                              Blásarinn sem settur var á útvegg í stofunni...
                  Hálfnað er verk þá hafið er. Búið að pússa svalirnar og fúavörnin hafin....