Saturday, November 30, 2013

Músagangur á Seyðisfirði

Síðustu vikur hefur verið umtalsverður músagangur hér á Seyðisfirði. Þessar litlu mýs virðast komast inn um rafmagnsrör sem eru loftgöt undir klæðningu hússins inn á háaloftið, en þar höfðu þær nógu hátt til að ég sendi Rúnar með gildru þangað upp og hingað til hafa veiðst 8 eða 9 mýs. En það eru víst nokkrir fleiri bæjarbúar sem geta sagt það sama, það veiðist vel og nágranni okkar sem fékk lánaða gildru hjá okkur, er líka búinn að veiða 5 eða 6 stk. :)

Monday, November 18, 2013

Fallegt veður á fjöllunum !

Þó ferðin austur hæfist í hríðarbyl, þá stytti fljótt upp og við fengum afar fallegt ferðaveður yfir fjöllin. Hér koma nokkrar myndir frá leiðinni....




Helgarferð til Húsavíkur

Við systur vorum búnar að ákveða að hittast fyrir norðan helgina 16. nóv. þegar hún ætti 55 ára afmæli, ef veður og færð leyfði. Og veðurguðirnir voru okkur hliðhollir, svo allt gekk vel og við áttum saman góða helgi á æskuslóðum og hittum nokkra ættingja og vini eins og venjulega. Rétt áður en við lögðum af stað heimleiðis, dróst dökkt ský yfir sólgylltan bæinn og við kvöddum því bæinn í hríðarbyl sem stóð víst ekki lengi, sem betur fer :)
Hér koma nokkrar myndir frá ferðalaginu, sem ættu að segja meira en mörg orð, allavega fyrir þá sem til þekkja :)




Sunday, November 10, 2013

Fjölskyldumessa og Köku-Bingó



Í dag, feðradaginn 10. nóv. var fjölskyldumessa í Seyðisfjarðarkirkju. Óvenju margir mættu og tók þátt í Köku-Bingói sem haldið var eftir messu til styrktar Landsspítalanum, til kaupa á nýjum línuhraðli. Kirkjukórinn bakaði tertur og kökur sem voru í verðlaun og allir gáfu vinnu sína. Mikil gleði ríkti og margir fóru heim klifjaðir tertum. Margt smátt gerir eitt stórt :)