Síðustu vikur hefur verið umtalsverður músagangur hér á Seyðisfirði. Þessar litlu mýs virðast komast inn um rafmagnsrör sem eru loftgöt undir klæðningu hússins inn á háaloftið, en þar höfðu þær nógu hátt til að ég sendi Rúnar með gildru þangað upp og hingað til hafa veiðst 8 eða 9 mýs. En það eru víst nokkrir fleiri bæjarbúar sem geta sagt það sama, það veiðist vel og nágranni okkar sem fékk lánaða gildru hjá okkur, er líka búinn að veiða 5 eða 6 stk. :)
No comments:
Post a Comment