Sunday, May 05, 2019

Vorfuglar og hreiðurgerð...

Farfuglarnir voru óvenju snemma á ferð þetta vorið. Krían var mætt á Ölfueyri 25. apríl og hingað inn í bæ 1. maí, en hvort tveggja er fyrr en áður hefur verið. Tíðin hefur líka verið góð og fyrstu gæsahreiðrin fundum við Sigrún í Þórsmörk fyrir mánaðarmótin. Skógarþrestirnir eru líka næstum jafn fljótir gæsunum að verpa og aftur tók sig til þrastapar og verpir nú í furutréð sem stendur við hliðina á stigainnganginum að okkar húsi, en þeir eru samt ekki með læti eins og parið í fyrra sem aldrei var til friðs, þegar við gengum inn og út úr húsinu ;)

Venjulegt Gæsahreiður, en ég fann annað hreiður með 12 eggjum sem trúlega tilheyrir 2 gæsum ?
Skógarþrastaparið sem verpti hér rétt við húsið á þessi egg og voru þeir fljótir til verka !