Friday, December 30, 2022

Afmæliskvöldverður með ættingjum Rúnars !

 Rúnar ákvað að kaupa smáréttahlaðborð hjá Jóa fjörugoða frænda sínum, til að bjóða ættingjum sínum í tilefni af 70 ára afmælinu. Það gekk furðu vel og allir sem mættu virtust hafa gaman af því og færðu Rúnari ýmsar gjafir, þó þær hafi verið fyrirfram afþakkaðar. Alls voru þarna háttí 40 manns með börnum og að því loknu fórum við heim með systkinum Rúnars og mökum og Bogi Ara kom líka og sátum á spjalli til miðnættis í góðum gír :) 




Wednesday, December 28, 2022

Jólin sunnan heiða !

 Ferðin okkar suður gekk vel, þó hún tæki 9-10 tíma akstur. Veðrið syðra var hinsvegar lítið betra yfir hátíðirnar, þó ekki hafi orðið ófært á milli staða á höfuðborgarsvæðinu. Við borðuðum öll saman hjá Bergþóri og co á aðfangadagskvöld, en hjá okkur í Mánatúni 3 á jóladag. Strákarnir voru duglegir að spila en við Jóhanna pússluðum eitt 1000 kubba pússl. Við skruppum í Hafnarfjörð og röltum um Hellisgerði og ókum út á Álftanes og fleira. Rut Finnsd kom í heimsókn með maka og 2 börn og við röltum líka um nágrennið þegar viðraði til útiveru, sem var flesta dagana.








Monday, December 19, 2022

Slóð á ferð okkar til Egyptalands 2006.

 https://www.640.is/is/frettir/ferd-til-egyptalands-i-mars-2006?fbclid=IwAR1PtIG54WfcLaS65TPKG70j_W3YdxSZcneYr0v9mec03z2SfsE4DyqzRO4

Jólin nálgast og veturinn tekur völdin !

 Haustið var nokkuð gott hér eystra og ég tók ekki síðustu gulræturnar upp fyrr en í byrjun desember. En svo mætti veturinn skyndilega og þá fór að frysta og snjóa og lítið lát hefur verið á því siðustu vikur. Samt erum við að vonast til að geta ekið suður eftir 3 sólarhringa, þó mesta ófærðin sé suðvestanlands í bili. Læt nokkrar myndir fljóta  með sem sýna stöðuna eins og hún hefur verið undanfarið.

                                                    Kuldinn á Fjarðarheiði 16. des. 2022...
                                                Síðasta ferð Norrænu til Sfk þetta árið :) 
                                                30 ár liðin frá láti Eiríks tengdapabba <3 


Thursday, December 15, 2022

Flækingar og jólasnjór !

 Nú þegar desember er hálfnaður er veturinn loksins kominn með snjó og frosti og þá birtust loks nokkrir svangir flækingsfuglar sem fengu epli og fleira í gogginn. Dúfurnar halda áfram að valda vandræðum, því þegar litlu snjótittlingarnir mættu, þá var eina leiðin til að fóðra þá, að setja upp "búrið" sem við höfum sett upp s.l. vetur til að koma í veg fyrir að dúfurnar ætu allt frá þeim. Við vitum að svartþrestir eru hér nokkrir af báðum kynjum og einn glóbrystingur og fleiri litir smáfuglar, sem gætu verið gransöngvarar ?  En ekki hefur tekið að mynda þá litlu, því miður !





 

Friday, December 02, 2022

Rúnar minn 70 ára !

 Þann 1. desember 2022 varð Rúnar minn 70 ára !   Mamma hans sagði mér eitt sinn, að þegar hún gekk með hann, þá hefði hún hrasað illa skömmu áður en hann fæddist og það virtist hafa sett fæðingu hans af stað fyrir tímann.  En mig minnir að hún segði að hann hefði ekki átt að fæðast fyrr en mánuði síðar ? Ekki man ég samt hve þungur hann var við fæðingu, en hann hefur allavega haldið sér vel þessi 70 ár.

                                Afmælismaturinn var hangikjöt og meðlæti að ósk Rúnars !
                                            Þennan fallega vönd fékk Rúnar frá Mikka Jóns !