Haustið var nokkuð gott hér eystra og ég tók ekki síðustu gulræturnar upp fyrr en í byrjun desember. En svo mætti veturinn skyndilega og þá fór að frysta og snjóa og lítið lát hefur verið á því siðustu vikur. Samt erum við að vonast til að geta ekið suður eftir 3 sólarhringa, þó mesta ófærðin sé suðvestanlands í bili. Læt nokkrar myndir fljóta með sem sýna stöðuna eins og hún hefur verið undanfarið.
Kuldinn á Fjarðarheiði 16. des. 2022...Síðasta ferð Norrænu til Sfk þetta árið :)
30 ár liðin frá láti Eiríks tengdapabba <3
No comments:
Post a Comment