Saturday, October 09, 2021

Vinnuferð til Húsavíkur !

 Ég hef víst alveg gleymt að minnast hér á ferðina okkar norður til að skipta um þakið á Hlíð, þegar Didda og Rúnar gátu loks komið líka. Siggi Birkir kom líka og við vorum búin að setja upp stillasana og byrjuð að losa þakplöturnar er þau mættu að sunnan. Við vorum mjög heppin með veður og það tókst að klára að skipta um þennan hluta þaksins sem mest lá á að laga áður en fór að rigna og gátum því farið róleg aftur heim, því nú er aðeins eftir skárri hluti þaksins sem snýr í suðvestur og getur beðið !





Friday, October 08, 2021

Vikuleg spilakvöld í Öldutúni !

 Það eru liðin ansi mörg ár síðan við Rúnar mættum reglulega á spilakvöld eins og venjan var hér á árum áður. En nú í lok september vorum við drifin af stað til að taka þátt í þessum félagsskap og höfum nú spilað tvisvar með hópnum, sem er hress og duglegir spilafélagar. Hér má sjá hópinn sem mætti fyrra kvöldið, en við vorum fleiri nú síðast eða 16 manns !





Hlaðborð á Hallormsstað

Eldri borgarar voru boðnir á hlaðborð í Hallormsstað og við Rúnar ákváðum að skella okkur með þeim og höfðum gaman af, þó ég væri reyndar að glíma við ristilstíflu og ristil sem háir mér, en það kom samt ekki í veg fyrir að við hefðum gaman af þessari ágætu ferð !




Skriðusvæðið skreytt með blómum !

Svavar Garðarsson frá Búðardal kom til Seyðisfjarðar með fullan bíl af sumarblómum til að skreyta skriðusvæðið hjá okkur og gerði það vel.  Við spjölluðum við hann og ég komst að því að hann var fyrrum nágranni og leikbróðir Svanhildar frá Klukkufelli fyrrum pennavinkonu minnar 😂



Vörðurnar á Fjarðarheiði!

Helgi Hallgrímsson hafði samband við mig og óskaði eftir aðstoð við að mynda gömlu vörðurnar sem enn standa á og við Fjarðarheiði. Við drifum okkur strax af stað og ég tók myndir af þeim eins og um var beðið og sendi þær til Helga sem ætlar að nota þær í bók sem hann er með í smíðum um þessar vörður sem vísuðu fólki leiðina yfir Fjarðarheiði fyrir einni öld og þar á undan...



Gönguferð um efri staf og fjallagrös tínd...

Síðast en ekki síst, þá notuðum við einn góða haustdaginn til fjallgöngu upp með Fjarðaránni og tíndum fjallagrös og skoðuðum ruslasvæðið þar sem gamli skíðaskálinn stóð forðum, en leifar hans liggja enn á svæðinu, þó lítið beri á þeim. Bröltum svo yfir Fjarðarána og sluppum með skrekkinn. Kíktum svo í veiðikofann hans Bogga, sem vonandi nýtist honum vel í framtíðinni við refaveiðar á svæðinu :) 






Heimsókn í Hjaltastaðakirkju og brölt uppá Kóreksstaðavígi

 Við fórum enn eina ferð upp á Hérað og gengum uppá Kóreksstaðavígi og heimsóttum frænda Rúnars og hans konu skammt frá Hjaltastaðakirkju sem við skoðuðum líka, ásamt læknisbústaðnum gamlar sem þar er. Vorum heppin með veður og nokkuð þreytt eftir allt þetta brölt !