Tuesday, May 09, 2017

Farfuglarnir streyma til landsins !

Tjaldurinn var fyrsti farfuglinn sem mætti eins og venjulega og dreifði sér meðfram fjörum fjarðarins og meðfram Fjarðaánni að vanda.
Síðan mættu straumendur, grágæsir, stelkar, jaðrakanar, lóur, hrossagaukar og aðrir fastagestir...
Lífið hefur verið um flækinga í vetur og vor og ég ekki náð myndum af þeim fáu sem komið hafa til okkar, nema Margæsum, því miður. Blendingsöndin hefur haldið til hér í allan vetur og fær hún að fljóta með hinum farfuglunum. Stök Súla mætti hér óvænt, líklega veik og fær líka að vera með.







Vorið á næsta leiti...!

Tíðin hefur verið ótrúlega mild í vetur og snjólítið.  Vorið kom fyrr en oft áður og blómin og gróðurinn utan dyra byrjaði strax í apríl að springa út.
Inniblómin voru líka dugleg, meira að segja lifðu allar Chili plönturnar af og byrjuðu að blómstra í mars og krókusarnir úti hafa fjölgað sér furðulega mikið, svo ég þarf að fara að grisja þá !






Páskar án Rúnars !

Bergþór okkar og fjölskylda ákváðu að koma austur um páskana og mættu eins og fyrirhugað var.
En okkur til armæðu þurfti Rúnar að vera á sjó alla páskana, svo hann hitti þau ekkert, en við Siggi nutum samvistanna, ekki síst við börnin sem við hittum alltof sjaldan. Þau voru alsæl þegar þau fundu páskaeggin sem ég faldi handa þeim og gaman að leika úti í snjónum og svo framvegis :)