Friday, December 28, 2012

Jólakaffið 2012



Fjölskyldujólakaffið var hér hjá okkur að þessu sinnni og ég bjó þá í fyrsta skipti til 
STÓRA SÖRU, sem tókst bara nokkuð vel, þó ég segi sjálf frá :)
Þó ég reyndi að halda réttunum í hófi, þá urðu samt miklir afgangar sem við vorum að
borða næstu daga, þó hægt gengi þar sem við erum aðeins þrjú í heimili núna.
En það sem afgangs verður fer út til fuglanna sem þiggja aukabita á þessum tíma :)



Jólin 2012

Aðfangadagskvöld var rólegt hjá okkur, enda vorum við bara 3 heima að þessu sinni. 
Bergþór var hjá Hildi sinni í Reykjavík og Jóhanna og fjölskylda voru í Cairo hjá tengdafólkinu hennar.
En svo tók við meira annríki á jóladag, því þá fór ég að undirbúa jólakaffi sem var að hluta til í tilefni af stórafmæli Rúnars. Ég útbjó því salöt og setti fyllingar á tertur og smurði flatbrauð bæði með reyktum silungi og hangikjöti og gerði allt klárt, svo ég þyrfti bara að skreyta tertur og útbúa heita rétti á annan í jólum.

Árlegur upplestur á Bókasafninu

Þriðjudaginn 18. desember lásu nemendur 7. bekkjar úr nýjum unglingabókum á Bókasafninu eins og verið hefur undanfarin ár og stóðu sig með prýði eins og alltaf. Á meðfylgjandi mynd má sjá f.v. þá Svein Gunnþór, Stefán Ómar, Jón Arnór og Galdur.

Árlegt jólahlaðborð með áhöfn Gullvers


Það hefur verið venja í mörg undanfarin ár, að áhöfn Gullvers borðar saman á jólahlaðborði á Öldunni.
Að þessu sinni var borðað saman á þriðjudagskvöldi, þegar togarinn var inni að landa, því annar tími gafst ekki og tókst þetta vel. Þetta hlaðborð var örlítið öðruvísi en oft áður, það var t.d. humar í boði og fleira sem mér þótti sérstaklega gott að fá sem tilbreytingu. Samt hef ég aldrei verið jafn hófleg við átið á jólahlaðborði og í þetta sinn. Smakkaði bara á því sem ég vissi að mér þætti gott og sleppti öllu öðru :)

Kirkjukórinn á Akureyri




Helgina 1. des. fór ég með kirkjukórnum og nokkrum mökum í menningarferð til Akureyrar. Á leiðinni norður varð smá skemmtileg uppákoma, því einn kórmeðlimur gleymdi veskinu sínu hjá Leirböðunum, svo við urðum að snúa við til að ná í það. Ógleymanleg uppákoma :)
Þar var nóg að sjá og gera og við eyddum drjúgum tíma í búðaráp og kaffihús o.s.frv.. enda mikið um að vera og jólasveinar á vappi og jólakötturinn mættur á miðbæjartorgið. Við gistum á KEA og fórum þar saman á stórgott jólahlaðborð. Að lokum sátum við svo í nokkra tíma og fylgdumst með beinni útsendingu á þættinum "Gestir út um allt" með Bergson og Blöndal. 
Að því loknu brunuðum við austur aftur eftir góða og afslappandi helgi með hressu fólki.