Friday, December 28, 2012

Kirkjukórinn á Akureyri




Helgina 1. des. fór ég með kirkjukórnum og nokkrum mökum í menningarferð til Akureyrar. Á leiðinni norður varð smá skemmtileg uppákoma, því einn kórmeðlimur gleymdi veskinu sínu hjá Leirböðunum, svo við urðum að snúa við til að ná í það. Ógleymanleg uppákoma :)
Þar var nóg að sjá og gera og við eyddum drjúgum tíma í búðaráp og kaffihús o.s.frv.. enda mikið um að vera og jólasveinar á vappi og jólakötturinn mættur á miðbæjartorgið. Við gistum á KEA og fórum þar saman á stórgott jólahlaðborð. Að lokum sátum við svo í nokkra tíma og fylgdumst með beinni útsendingu á þættinum "Gestir út um allt" með Bergson og Blöndal. 
Að því loknu brunuðum við austur aftur eftir góða og afslappandi helgi með hressu fólki.

No comments: