Aðfangadagskvöld var rólegt hjá okkur, enda vorum við bara 3 heima að þessu sinni.
Bergþór var hjá Hildi sinni í Reykjavík og Jóhanna og fjölskylda voru í Cairo hjá tengdafólkinu hennar.
En svo tók við meira annríki á jóladag, því þá fór ég að undirbúa jólakaffi sem var að hluta til í tilefni af stórafmæli Rúnars. Ég útbjó því salöt og setti fyllingar á tertur og smurði flatbrauð bæði með reyktum silungi og hangikjöti og gerði allt klárt, svo ég þyrfti bara að skreyta tertur og útbúa heita rétti á annan í jólum.
No comments:
Post a Comment