Wednesday, September 28, 2016

Haustferð til Húsavíkur !

Síðustu árin hefur það orðið að venju að skreppa norður til að ganga frá húsinu okkar þar fyrir veturinn og hitta systir mína og mág, sem alltaf mæta líka. Í þetta sinn þurftum við margt að laga, því öllu fer aftur, en einnig heimsóttum við ættingja og vini og fórum saman út að borða og áttum saman góðar stundir að vanda. Við höfðum hinsvegar ekki tíma til að skreppa í veiðitúr eins og við höfum gert undanfarin ár, en ef veður helst áfram gott í haust, þá skreppum við kannski skottúr aftur norður til að ná okkur í nokkra silunga í vetrarforða :)





Sunday, September 04, 2016

Fjallagrös allra meina bót !

Ég mætti vera duglegri við að nota fjallagrös, því ég nota þau aðallega sem forvörn á veturnar þegar kvefpestir ganga, en mætti auðvitað nota þau oftar og meira, þó allir séu hressir :)
Ég tíndi engin grös í fyrra og ákvað því að drífa mig núna og ná í ný grös, sem tókst, þó lítið væri af þeim hér eystra. En það verður hægt að tína meira fyrir norðan þegar við skreppum haustferðina okkar sem stendur til að fara fljótlega :)