Wednesday, March 08, 2006

Viskubrunnur - úrslit



Þá er lokið spurninga- keppninni Viskubrunnur þetta árið. Úrslit voru mjög jöfn og tvísýn. Að lokum stóð Bæjarskrifstofan uppi sem sigurvegari, annað árið í röð. Í öðru sæti varð X- lið kennara og Gullversmenn urðu í 3ja sæti. Í hléi var boðið uppá kaffi, vöfflur og fleira að vanda og Elínrós Þorkelsdóttir söng fallegt lag fyrir viðstadda við undirleik Maríu Gaskell. Ég slapp við þátttöku í keppninni að þessu sinni, þar sem ég var beðin um að útvega gamlar ljósmyndir af Seyðfirðingum, auk þess sem ég lagði til hugmyndir að nokkrum spurningum um gömlu húsin á Seyðisfirði. Þar með var ég óhæf til keppni. Mér þóttu það ágæt skipti...;-)

Nú líður senn að ferðalagi okkar Rúnars til Egyptalands og því um nóg að hugsa næstu daga, þar sem ekkert má gleymast sem skiptir máli. Auk þess reynum við að skilja vel við syni okkar sem verða eftir heima, þó þeir geti nú séð um sig sjálfir, fullorðnir mennirnir..! Næsta spjall verður því væntanlega um afstaðna langferð. Hafið það öll sem best á meðan....